Er hylur snjórinn hvíti sálarglugg
og séffinn neitar hverri bón
og eðla vín er súrt sem bragðvont brugg
og basl með heyrn og sjón;
og út úr takti bundnum tregaslög
sem trommar hjartað sárt og reitt
og skrámuð öndin orðin ráðvillt, rög
og rís ei framar neitt:
hljómar gamalt lúið lag
og læðist inn á gafl
og sálar brátt um bjartan dag
bráðna klaki og skafl.
Það eitt ég vinur get þér sagt með sann,
er situr einn með þrútið nef;
sá lifir af sem rámri röddu kann
að raula stolin stef.
Mugison еще тексты
Оценка текста
Статистика страницы на pesni.guru ▼
Просмотров сегодня: 2